

Gæsa og steggjatilboð gildir í allar ferðir: Gæsin/Steggurinn frítt
Ath. Sérstakur gæsa/steggjabátur ef óskað er eftir
Þið hafið með: Aukaföt, handklæði og sundföt. Mæting er við Sundlaugina á Stokkseyri.
Við viljum biðja viðskiptavini okkar að sýna þolinmæði, sveigjanleika og skilning ef leiðsögumaður þarf að breyta áætlun sökum veðurs eða annara ástæðna.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og má gera ráð fyrir því að þær geti breyst. Miðað er við að viðskiptavinir mæti hálftíma fyrir áætlaða brottför þar sem undirbúningur tekur alltaf einhvern tíma.
Gerð er krafa um að þátttakendur fari eftir fyrirmælum leiðsögumanns í ferðum og sýni samferðafólki sínu tillitssemi. Ef sú regla er brotin þá er leyfilegt að hamla viðkomandi þátttöku eða vísa honum úr ferðinni án endurgreiðslu.
Pantaðu ferð í síma 695-2058, 868-9046 eða Panta í gegnum email: kayakferdir@gmail.com