


Sundlaug Stokkseyrar
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Tækjabúnaður sundlaugarinnar var endurnýjaður árið 2010 auk þess sem gert var salerni fyrir fatlaða.
Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.
Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.
Aðgangur að sundlaug er innifalinn í öllum ferðum Kayakferða á opnunar tíma.
Hægt er að fá aðgang að sundlaug utan opnunartíma gegn 10.000.-kr. greiðslu
Afgreiðslutími
Vetraropnun: 19. ágúst 2013- 31. maí 2014
mánud.-föstud. 16:30- 20:30
laugard. 10:00- 15:00
sunnud. lokuð
Sumaropnun: 1. júní - 14. ágúst
mánud.-föstud. 13:00- 21:00
laugard.-sunnud. 10:00- 17:00